„Mitt er þitt og þitt er mitt“ – konur á fyrri tíð

Ný sýning verður opnuð í Byggðasafninu á Reykjum næstkomandi sunnudag.
Ný sýning verður opnuð í Byggðasafninu á Reykjum næstkomandi sunnudag.

Á sunnudaginn kemur verður opnuð í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði ný sýning sem ber yfirskriftina „Mitt er þitt og þitt er mitt“ – konur á fyrri tíð.

Á sýningunni er fjallað um líf kvenna á Íslandi á fyrri tíð. „Hvernig væri skella sér og fræðast um fæðingar, menntun, vinnu, hjúskap, ljóð og  kvenskörunga?“ segir í fréttatilkynningu frá safninu, þar sem fólki er boðið að „deita“ fortíðina.

Á sýningunni eru frásagnir af konum af safnasvæðinu eru dregnar fram í dagsljósið og því um að ræða einstakt tækifæri fyrir sýningargesti til að máta sig inn í líf og störf formæðrana.

„Við á safninu skorum á Valentínusarpör sem og aðra góða gesti til sjávar og sveita að koma og gera sér dagamun á sunnudaginn? Við lofum skemmtilegri stemningu og ástarpungum og kaffi í tilefni dagsins. Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir,“ segir að lokum í fréttatilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir