Minni afli á land

Skipakomum í Sauðárkrókshöfn hefur fækkað milli ára um fjögur skip. Samtals er um 80.969 brúttótonn að ræða á árinu 2008 en til samanburðar var árið 2007 101.852 brúttótonn.
Samdráttur er í lönduðum afla um 3016 tonn. Samtals komu rúm 10.467 tonn á land.
Í Hofsóshöfn var samdráttur í lönduðum afla 367 brúttótonn.
Í Haganesvík voru engar landanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir