Minnast 60 ára afmælis Dægurlagakeppninnar á veglegan hátt

Erla Gígja Þorvaldsdóttir stendur að verkefninu ásamt Huldu Jónasar dóttur sinni. Mynd/KSE
Erla Gígja Þorvaldsdóttir stendur að verkefninu ásamt Huldu Jónasar dóttur sinni. Mynd/KSE

Við úthlutun menningarstyrkja frá Kaupfélagi Skagfirðinga á dögunum var meðal annars veittur styrkur til að vinna að sögu Dægurlagakeppninnar á Sauðárkróki. Keppnin var fyrst haldin 1957 og á næsta ári verða því 60 ár síðan og er stefnt á að minnast þeirra tímamóta á veglegan hátt.

Það eru þær  eru þær Erla Gígja Þorvaldsdóttir og Hulda Jónasdóttir sem standa að verkefninu. „Við ætlum að vinna skemmtidagskrá sem byggð verður á Dægurlagakeppnunum eða Sæluvikulögunum, sem kvenfélagið hélt,“ sagði Hulda Jónasar í samtali við Feyki.

Hulda segir að fyrstu árin hafi keppnin alltaf verið haldin á nýársdag, á nýársgleði kvenfélagsins en seinni árin í Sæluviku Skagfirðinga. „Mig vantar mikið, ef einhver á að man, upplýsingar um fyrstu keppnirnar og auglýsi hér með eftir þeim. Allt kemur sér vel, til dæmis lélegar hljóðupptökur, nótur, myndir eða bara munnlegar heimildir,“ sagði Hulda ennfremur.

Þeir sem kunna að geta lagt henni lið geta haft samband við hana í síma 866 0114.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir