Mikilvægur sigur í Síkinu
Stólastúlkur unnu Ármann í hörku leik í Síkinu sl. sunnudagskvöld 64-58. Nú sitja þær í 4. sæti en eru samt sem áður með jafn mörg stig og öll liðin fyrir ofan, Aþena, KR og Hamar/Þór, 26 stig. Þær eiga nú þrjá leiki eftir og er næsti leikur á móti Hamar/Þór í Síkinu þann 16. mars en þær sitja í 3. sæti og því mjög mikilvægt að Stólastúlkur vinni þann leik ef þær ætla að halda sér í toppbaráttunni.
Stig Stólastúlkna skiptust þannig að Ifunanya Okoro var stigahæst með 19 stig, Andriana Kasapi var með 15 stig, Emese Vida var með 14 stig, Brynja Líf var með sex stig, Inga Sigurðardóttir var með fimm stig, Klara Sólveig þrjú stig og svo Eva Rún með tvö stig.
Vel gert stelpur – Áfram Tindastóll!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.