Mikilvægi Háskólans á Hólum í samfélaginu

Háskólinn á Hólum efnir til málþings í Frímúrarahúsinu á Sauðárkróki fimmtudaginn 2. apríl kl. 14 - 17.  Efni málþingsins er mikilvægi Háskólans á Hólum fyrir samfélagið og atvinnulífið.  Háskólar landsins leggja grunninn að uppbyggingu menntunar, menningar og atvinnumála þjóðarinnar og á það ekki síst við um háskóla á landsbyggðinni. 

 

Framsögumenn verða sérfræðingar um háskólamál og aðilar þeirra þriggja atvinnugreina sem tengjast skólanum.  Í lok framsöguerinda verða pallborðsumræður þar sem framsögumenn, fulltrúar stjórnmálaflokka og sveitarstjórna sitja fyrir svörum. Allir eru velkomnir og er dagskráin eftirfarandi:

 

 

Ávarp og setning: Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri

Fundarstjóri: Jón Óskar Pétursson framvæmdastjóri SSNV

 

Jón Torfi Jónasson, sviðsforseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands: 

Er ekki nóg að hafa háskóla í Reykjavík?

 

Herdís Sæmundardóttir, fræðslustjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar:

Háskólinn á Hólum í samfélaginu

 

Jón Árnason, sérfræðingur MATÍS: 

Þekkingin gerir yður frjálsan

 

Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri  Markaðsskrifstofu ferðamála Norðurlandi:

Gildi menntunar fyrir ferðaþjónstuna

 

Sigrún Ólafsdóttir, formaður Félags tamningamanna:

Gæðingur í menntun

 

Guðrún Helgadóttir prófessor stjórnar pallborðsumræðum með frummælendum og fulltrúum stjórnmálaflokka og sveitarstjórna

 

Lokaorð: Skúli Skúlason rektor Háskólans á Hólum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir