Mikil gróska hjá Vinstri grænum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.03.2009
kl. 11.34
Jón Bjarnason þingmaður kom vel út í forvali VG um helgina og fékk afgerandi kosningu í fyrsta sætið. Hann segist vera bæði stoltur og ánægður með það traust sem honum er sýndur til að leiða listann og gefur honum góða kvatningu til að vinna að góðri kosningabaráttu.
-Það fólk sem skipar listann ásamt mér er mjög hæft og duglegt fólk. Það voru margir sem gáfu kost á sér til framboðs fyrir VG, sem sýnir þá miklu grósku sem er hjá okkur í Vinstri Grænum. Við ætlum okkur að koma tveimur mönnum inn á þing úr Norðvestur kjördæmi og það skiptir miklu fyrir þjóðina að VG komi vel út úr kosningum og nái góðum sigri, segir Jón Bjarnason
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.