Mikil aðsókn í Vinnuskólann

Umsóknir í Vinnuskóla Skagafjarðar  streyma inn þessa dagana en frestur til að sækja um rennur út mánudaginn 18. maí .

Í sumar er ungmennum 16-18 ára boðin þátttaka í Vinnuskólanum.  Starfsmenn vinnuskólans vinna nú baki brotnu við að skapa verkefni fyrir allan þann fjölda sem sækir um. Leitað er til allra fyrirtækja Sveitarfélagsins um að taka inn unglinga og ungmenni í starfsþjálfun og hafa viðbrögð þeirra verið góð.  Nú er í fyrsta sinn hægt að sækja um rafrænt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir