Mikið um dýrðir á Vínarkvöldi Karlakórsins Heimis

Mikið var um dýrðir á Vínarkvöldi Karlakórsins Heimis í Miðgarði í gærkvöldi en þar komu fram, ásamt Karlakórnum, Helga Rós Indriðadóttir, kórstjórnandi og sópran, Óskar Pétursson tenór og hljómsveitin Salon Islandus. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra flutti hátíðarræðu og Logi Vígþórsson var dansstjóri.

Mikil eftirvænting ríkti í salnum eftir tónleikunum en húsið var nánast fullsetið um hálfri klukkustund áður en tónleikarnir hófust. Tónleikagestir voru mættir í sínu fínasta pússi og umgjörðin öll hin glæsilegasta. Mikill fögnuður varð þegar Karlakórinn steig á svið, ásamt því mikla hæfileikafólki sem skipar hljómsveitina Salon Islandus.

Hvert tónlistaratriði á fætur öðru uppskar mikinn fögnuð viðstaddra og augljóslega mikið verið lagt í hvert atriði. Frú menntamálaráðherra vakti einnig mikla lukku og mikið hlegið í salnum að skemmtilegri ræðu hennar.

Eftir tónleikana stjórnaði Logi Vígþórsson dansi undir spili Salon Islandus og dansinn fékk að duna fram á nótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir