Mikið um að vera á skíðasvæði Tindastóls
„Ert þú tilbúin í stærsta skíða- og snjóbrettaviðburð Skagafjarðar frá upphafi?“ er spurt á viðburðasíðu sem stofnuð hefur verið á Facebook og er þá átt við Tindastuð 2023 sem haldið verður í þriðja skiptið, laugardaginn 25. mars. Þar er á ferðinni einstök skíða- og snjóbretta upplifun, sem engin ætti að láta framhjá sér fara.
„Það er margt á döfinni á skíðasvæðinu. Hvíta gullið aftur mætt til leiks, alþjóðlegt FIS stórsvigsmót um helgina og ekki má gleyma Tindastuð í lok mánaðar þar sem Aron Can, Úlfur Úlfur Valdís og Daniil koma fram,“ segir Sigurður Hauksson, staðarhaldari skíðasvæðis Tindastóls. Vill hann minna á að forsala miða er hafin á Tix.is svo það er um að gera að tryggja sér miða í tíma.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.