Miðja Íslands vígð að kristnum og heiðnum sið
feykir.is
Skagafjörður
09.03.2009
kl. 12.20
Síðasta laugardag stefndi fjöldi fólks úr Ferðaklubbnum 4x4 að miðju landsins til að vígja staðinn og minnisvarðann er þar var reistur. Miðjan ku hafa hnitin 64°59'11.4" N og 18°35'12.0" V og staðsettur í Skagafirði.
Fulltrúar Óðins og Krists þeir Hilmar Örn Allsherjargoði og Hjörtur Magni Fríkirkjuprestur í Reykjavík blessuðu staðinn og steininn hvor á sinn hátt. Hjörtur las upp úr sköpunarsögu Gamla testamentisins en Hilmar fór með erindi úr Völuspá. Athöfnin var öllum landvættum til sóma hvers trúar sem þeir eru og ljóst að þarna er kominn áfangastaður sem allir gætu stefnt á að heimsækja hvort sem það eru jeppa-, göngu- eða hestafólk.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.