Miðja Íslands vígð á morgun
feykir.is
Uncategorized
06.03.2009
kl. 14.45
Miðja Íslands verður vígð við hátíðlega athöfn á morgun en hún var mæld út fyrir nokkrum misserum síðan og reistur minnisvarði á staðnum. Miðjan er í Skagfirði, nánar tiltekið norðaustan Hofsjökuls.
Það voru Landmælingar Íslands sem reiknuðu miðjuna út en það er Ferðakúbburinn 4x4 sem stendur fyrir vígslu á vörðunni. Allstór hópur víða af að landinu mun taka þátt í athöfninni eða allt að 300 manns á um 140-150 jeppum. Úr Skagafirði fara í kringum 30 manns á 16 bílum.
Á síðasta ári stóð til að vígja miðjuna en vont veður kom í veg fyrir það svo það er vonandi að allt gangi upp núna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.