Metveiði í Blöndu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
30.07.2010
kl. 15.41
Fréttablaðið segir frá því að samkvæmt tölum frá í fyrrakvöld voru komnir á land við Blöndu 2453 laxar sem er metsláttur frá í fyrra. Þá var met frá því 1975 slegið því síðastliðið sumar veiddust 2413 laxar í Blöndu. Nú er Blanda líka orðin aflahæsta veiðiá landsins þetta sumarið.
Ríflega mánuður er eftir af veiðskap í Blöndu en reikna má með að veiði fari nú að minnka þar sem Blöndulón er að fyllast. Engu að síður er útlit fyrir ansi hressilega metbætingu í ár.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.