"Meira að hafa upp úr þessu en landasölunni"
Fyrir algjöra slysni bjó Kristinn Sigurhansson bóndi í Húnaþingi vestra, til blómaáburð sem sannarlega má kalla ofurblómaáburð. –Ég var nú bara að sjóða landa eins og ég geri alltaf á mánudagskvöldum og þegar ég var að blanda drykkinn vildi ekki betur til en svo að ég rak mig í eina flöskuna og hún datt á gólfið og innihaldið helltist út um allt. Gólfið í skúrnum hjá mér er gisið á köflum og upp úr einni sprungunni vex lítið puntstrá, sagði Kristinn við Dreifarann. Hann sagðist hafa þurrkað landann upp fljótlega eftir að þetta gerðist og ekkert hugsað meira um málið.
-Síðan setti ég bara eiminguna í gang eins og venjulega en þegar ég kíkti út í skúrinn aftur einum tveimur tímum síðar, var litla puntstráið orðið um metershátt. Ég varð auðvitað mjög hissa en áttaði mig strax á því hvað hefði gerst. Ég tók síðan meira af landanum og bar á gróður fyrir utan húsið hjá mér, svona til prufu og það skipti engum togum að á tveimur tímum spratt gróðurinn alveg gríðarlega mikið.
Nú er svo komið að Kristinn hefur hafi framleiðslu á áburðinum sem eitt sinn var bara landi. –Það er miklu meira upp úr þessu að hafa heldur en að selja þetta sem landa, sagði Kristinn að lokum við Dreifarann. Vöruna má kaupa í blómabúðum víða um land.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.