Marta Perarnau og Bea Parra Í Tindastól

Í tilkynningu frá Knattspyrnudeild Tindastóls kemur fram að búið er að semja við tvo nýja leikmenn til að styrkja liðið barráttunni sem er framundan í neðri hluta Bestu deildar kvenna.

Hin spænska Marta Perarnau hefur skrifað undir samning við Tindastól og kemur til félagsins frá Atlético San Luis í Mexíkó. Marta er 28 ára varnarmaður og var fyrirliði í félagi sínu í Mexíkó. Hún er því mikill leiðtogi innan vallar sem utan, mjög góð með boltann, góða tækni og sendingargetu. Áður en hún fór til Mexíkó spilaði hún á Spáni með Real Betis og Rayo.

Hin spænska Bea Parra hefur skrifað undir samning við Tindastól og kemur til félagsins frá Atlético San Luis í Mexíkó. Bea er 35 ára sóknarmaður og var markahæsti leikmaðurinn í liði sínu í Mexíkó. Hún er gríðarlega reynslumikill leikmaður og kemur til með að nýtast okkur vel sóknarlega. Hún er örvfætt, mjög leikin með boltann með frábæra spyrnugetu. Áður en hún fór til Mexíkó spilaði hún í mörg ár á Spáni meðal annars með Real Betis ásamt Sevilla FC.

Marta og Bea mæta á Krókinn á fimmtudaginn og stefnir allt í að þær verði klárar í næsta leik nk. sunnudag 23.7. gegn ÍBV. Hvetjum því alla til að skella sér á völlinn! Knattspyrnudeild Tindastóls er gríðarlega ánægð með að fá jafn reynslumikla leikmenn og Mörtu og Beu á Krókinn og býður þær hjartanlega velkomnar!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir