Markalaust jafntefli í botnbarráttuslag
Tindastóll 0 - 0 Selfoss
0-0 Hannah Jane Cade ('3, misnotað víti)
Tindastólskonur tóku á móti Selfoss í botnbarráttuslag í Bestu deild kvenna á Sauðárkróksvelli í gær.
Tindastóll hafði þar dauðafæri á að slíta sig frá neðstu liðunum í deildinni um stund en mistókst það og leikurinn endaði með markalausu jafntefli.
Tindastóll byrjuðu leikinn af krafti og fengu vítaspyrnu í blábyrjun leiks. Hanna Jane Cade lét þá Idun-Kristine Jörgensen markmann Selfoss verja frá sér.
Þrátt fyrir mörg dauðafæri á báða bóga vildi boltinn ekki inn og skiptu liðin því stigunum á milli sín.
Tindastóll er þrátt fyrir það í fjórða neðsta sæti deildarinnar með 15 stig en Selfoss situr á botninum með 11 stig. Liðin þar á milli, Keflavík og ÍBV eru með 13 stig en eiga bæði einn leik til góða sem leiknir verða á morgun, fimmtudag.
Næsti leikur Tindastóls er á erfiðum útivelli gegn Þrótti Reykjavík sem situr í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig, þó talsvert fyrir neðan efstu tvö liðin, Val og Breiðablik. Leikur Tindastóls og þróttar fer fram á þriðjudaginn 15. ágúst kl. 19:15.
Staðan í deildinni eftir leikinn í gær. Mynd: Skjáskot af heimasíðu KSÍ.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.