Margrét Þóra Jónsdóttir býður sig fram fyrir Framsóknarflokkinn

Ég, Margrét Þóra Jónsdóttir búsett á Akranesi, hef ákveðið að bjóða fram krafta mína í annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna í vor.  Ég tel að framsóknarfólk geti lagt mikið af mörkum í því mikla endurreisnarstarfi sem framundan er á Íslandi. Þar þurfa gildi samvinnu, jafnaðar og mannauðs að vera í öndvegi auk þess sem það er skýr krafa samfélagsins að nýtt fólk komi til starfa á Alþingi.

Ég er 39 ára, gift og tveggja barna móðir og lærður leikskólakennari  frá Kennaraháskóla Íslands.  Um þessar mundir er ég að skrifa lokaritgerð í mastersnámi við Háskólann á Bifröst og stefni að því að útskrifast í vor.  Ég hef tekið þátt í pólitík síðustu 7 árin og var ég í fjórða sæti á lista fyrir Framsóknarflokkinn í bæjarstjórnarkosningum á Akranesi árið 2002. Á árunum 2002-2006 var ég formaður Félags ungra framsóknarmanna og einnig hef ég setið í  félagsmálaráði á Akranesi síðustu sex árin.

Mín helstu baráttumál eru fjölskyldumál, atvinnumál, menntamál og heilbrigðismál. Við Íslendingar erum að ganga í gegnum erfitt tímabil þar sem þörf er skjótra og fumlausra aðgerða. Mikilvægt er að láta verkin tala og þar duga engin vettlingatök. Því segi ég;  Betra Ísland fyrir börnin mín og væntanleg barnabörn.

 

Akranesi 10. febrúar 2009

 

Margrét Þóra Jónsdóttir

Vogabraut 14

300 Akranesi

Sími: 4311181 GSM 8650879

Tölvupóstur: margretthora@internet.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir