Mamma Mia í Miðgarði

Leikhópur Varmahlíðarskóla sem sýnir Mamma Mia nk. föstudagskvöld. Mynd: varmahlidarskoli.is.
Leikhópur Varmahlíðarskóla sem sýnir Mamma Mia nk. föstudagskvöld. Mynd: varmahlidarskoli.is.

Árshátíð nemenda eldri bekkja Varmahlíðarskóla verður haldin næstkomandi föstudagskvöld 13. janúar í Menningarhúsinu Miðgarði kl 20:00 en þá verður söngleikurinn Mamma Mia sem slegið hefur rækilega í gegn á heimsvísu settur á svið í leikstjórn Helgu Rósar Sigfúsdóttur. Frumgerð tónlistar og söngtexta er eftir Abbameðlimina Benny Andersson og Björn Ulvaeus og er aðeins boðið upp á þessa einu sýningu.

Að lokinni sýningu verður slegið upp balli fyrir krakka úr 7.-10. bekk og ætlar Hljómsveit kvöldsins að sjá til þess að allir skemmti sér vel. 
Fyrir þá sem þurfa verður boðið upp á sætaferðir með frístundastrætó.

Miðaverð er 2.500 kr. fyrir fullorðna og 1.000 kr. fyrir grunnskólabörn utan Varmahlíðarskóla og eru veitingar að lokinni sýningu innifaldar í verðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir