Málþing um Guðrúnu frá Lundi

málþing um Guðrúnu frá Lundi veggspjaldGuðrún Árnadóttir skáldkona kenndi sig ávallt við fæðingarbæ sinn Lund, sem er í Austur Fljótum í svokallaðri Stíflu. Fljótin eru í nyrsta byggðarlagi Skagafjarðar.

Hugur er í Fljótamönnum sem ætla að heiðra minningu skáldkonunnar í sumar með því að halda málþing undir heitinu Er enn líf í Hrútadal? og verður það laugardaginn 14. ágúst að Ketilási í Fljótum.  Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra mun opna málþingið.

  • Erindi flytja:
  • Guðjón Ragnar Jónasson MA. í íslenskum fræðum:  Hrútadalur og Fljótin.
  • Marín Guðrún Hrafnsdóttir,  bókmenntafræðingur og langömmubarn Guðrúnar:  Er Guðrún frá Lundi langamma þín?
  • Ármann Jakobsson dósent: Er Katla að gjósa? Illu komið til leiðar í Dalalífi.
  • Ásta Kristín Benediktsdóttir MA. í íslenskum bókmenntum: Er líf eftir Dalalíf? Hugleiðingar um bækur Guðrúnar frá Lundi.
  • Bjarni Harðarson bóksali á Selfossi:  Hvernig getur menningin orðið stóriðja sveitanna?
  • Í kaffihléi les Ingunn Snædal ljóð þar sem leiðarstefið er hin fagra sveit.

Aðgangseyrir er 1000 krónur fyrir málþing og kaffi.  Síðan verður slegið upp harmonikkuballi um kvöldið þar sem andblær hins liðna fær að njóta sín.  Félagar úr harmonikkufélagi Skagafjarðar leika fyrir dansi og byrjar ballið kl. 22:00 og stendur til 02:00, eins og var siður hér á árum áður. 

Frítt er á tjaldstæðið við Ketilás.  Aðrir gistimöguleikar eru á Sólgörðum s. 4671054 og á Bjarnagili s. 4671030.

  • Upplýsingar veita: 
  • Guðjón Ragnar Jónasson í síma:  8600414 gudjonr@mr.is
  • Hjördís Leifsdóttir í síma:  8691024 bruna@simnet.is
  • Marín Guðrún Hrafnsdóttir í síma:  6645776 marin@hafnarfjordur.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir