Málstofa í Verinu

Föstudaginn 24. apríl kl. 12.00 – 13.00 mun Dr. Stefán Óli Steingrímsson, dósent við fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum, segja frá helstu niðurstöðum nýstárlegs rannsóknarverkefnis þar sem skrásett var atferli vorgamalla laxfiska (bleikja, urriði, lax) við náttúrulegar aðstæður í ám í Skagafirði og nágrenni.

 

Þetta er mjög áhugavert rannsóknarefni og ætti allt áhugafólk um náttúru og ekki síst veiðimenn að koma og fylgjast með.

Á heimasíðu Versins segir að þrátt fyrir að óðals- og fæðuatferli hafi veigamiklar afleiðingar fyrir stofnvistfræði ungra laxfiska, þá hafa þar til nú engar beinar athuganir farið fram á slíku atferli við náttúrulegar aðstæður í íslenskum ám. Í þessu verkefni var fylgst með atferli 214 fiska frá árbakkanum eða með köfun. Að auki var upplýsingum um búsvæðaval og fæðuframboð safnað fyrir hvern fisk.

 

Niðurstöður þessa verkefnis sýna að íslenskir laxfiskar eru mjög breytilegir í því hvernig þeir ráðast á bráð sína og verja óðul. Til dæmis er bleikja mun hreyfanlegri við fæðunám en urriði og lax, sem bíða frekar eftir bráðinni á föstum fæðustöðvum.

 

Þá notar bleikja stærri óðul en urriði, en virðist að sama skapi ekki verja þau eins vel. Þessar niðurstöður verða

ræddar í samhengi við stofnvistfræði laxfiska.

 

Málstofan er öllum opin, súpa og brauð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir