Málstofa í Verinu
Föstudaginn 20. febrúar kl. 12.00 – 13.00 mun Catherine P. Chambers kynna helstu niðurstöður rannsókar á mögulegum áhrifum erfðabreytts korns á smádýrafánu lækja á ræktuðum svæðum
Catherine P. Chambers er með meistarapróf í dýrafræði frá Southern Illinois University Carbondale og stundar rannsóknir í Verinu.
Í miðvesturríkjum Bandaríkjanna er kornrækt mikil. Afrennslislækir kornræktarsvæðanna eru lækir sem mikið hafa verið mótaðir af mönnum. Í þessa læki falla aukaafurðir kornræktarinnar. Þar á meðal geta verið þættir sem hafa ekki verið í slíkum lækjum.
Sérstaklega áhugavert er að skoða í þessu sambandi erfðabreytt korn, sem breytt hefur verið þannig að það myndi prótein frá bakteríunni Bacillus thuringiensis (Bt). Bt myndar eiturefni og eru áhrif þeirra lítið þekkt hvað varðar vistkerfi ferskvatns. Þannig var markmið rannsóknarinnar að meta áhrif Bt erfðabreytts korns á smádýr í ferskvatni í smáum lækjum á kornræktarsvæðum.
Málstofan er öllum opin, fyrirlesturinn fer fram á ensku
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.