Magnús Örn og Ragnheiður stigahæst á minningarmóti
Minningarmót Þorleifs Arasonar fór fram á íþróttavellinum á Húnavöllum á miðvikudaginn í síðustu viku og gekk það vel fyrir sig þrátt fyrir hellidembu, eins og sagt er frá á vefnum Húni.is. Veðurguðirnir sáu þó að sér og stytti upp meðan á verðlaunaafhendingu og grillveislu stóð.
Ragnheiður Ólafsdóttir varð stigahæst í kvennaflokki og Magnús Örn Valsson varð stigahæstur í karlaflokki. Magnús Örn vann einnig bikar fyrir besta afrek mótsins. Keppt var í kúluvarpi, kringlukasti, sleggjukasti og spjótkasti.
Það var Ungmennasamband Austur-Húnvetninga sem stóð fyrir mótinu en það er haldið í til minningar um Þorleif Arason, slökkviliðsstjóra sem lést þann 11. nóvember árið 1991. Myndir frá mótinu má finna á fésbókarsíðu USAH.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.