Lýðveldið á planinu

Sýningin  Lýðveldið á planinu  verður opnuð  laugardaginn 29. júlí, kl. 17 í Galleríi Gránu, Síldarminjasafninu á Siglufirði. Boðið verður upp á léttar veitingar í tilefni dagsins.

Sýningin er hluti af eins konar sýningargjörningi hóps átta listamanna. Umfjöllunarefnið er sótt í ólíka kima hins íslenska lýðveldis, menningu, náttúru og ólíkt rými sýningarstaða sem gjarnan tengjast atvinnusögu þjóðarinnar.

Hópurinn hefur gert víðreist og sýnt í óhefðbundnu sýningarhúsnæði svo sem í hlöðu við Mývatn, í yfirgefnum verbúðum í Ingólfsfirði á Ströndum, í húsnæði gömlu ullarverksmiðjunnar að Álafossi og nú síðast í Gamla kaupfélaginu á Þingeyri í maímánuði síðastliðnum.

Upphaf samstarfs listamannanna má rekja til sýningarinnar ,,Lýðveldið Ísland“ sem haldin var í Þrúðvangi, Álafosskvosinni árið 2004 og tileinkuð var 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins.

  • Listamennirnir sem sýna eru:
  • Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir,
  • Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Ólöf Oddgeirsdóttir
  •  
  • Sýningin stendur frá 29. júlí til 31. ágúst 2010 milli kl. 14 og 18. Opið alla daga kl. 10-18 og kl. 13-17 frá 21. ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir