Lummudagar settir í Árskóla kl. 18
Lummudagar verða settir með athöfn í á lóð Árskóla á Sauðárkróki kl. 18 í dag, nánar tiltekið í „U-inu“ eins og segir í auglýsingu í Sjónhorninu. Boðið verður upp á fiskisúpu, tónlist, hundasýningu og parkoursýningu.
Klukkan 18:30 verður Lummuzumba á Mælifelli og kl. 20 verður menningardagskrá í Gúttó. Lummudagadagskráin heldur svo áfram alla helgina, auk þess sem bærinn verður fullur af hressum fótboltastelpum á Landsbankamóti, þannig það verður aldeilis líf og fjör í firðinum um helgina.
Rétt er að benda á að í auglýsingu í Sjónhorninu kom fram að BMX Brós verði með sýningu kl. 19:00 á laugardag, hið rétta er að sýningin verður kl. 15:00.
FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ
Kl. 14:00 Reynir Snær leikur tónlist á bakarastétt Sauðárkróksbakarí
Kl. 16:00 Sápubolti í Ártúni
Skráning hefst kl 15:45 á staðnum
Kl. 19:00 Götugrill (Val er um að hafa götugrill á föstudegi eða laugardegi)
Kl. 20:00 Tónleikar VSOT verða haldnir í Bifröst
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ
Kl. 13:00 Fjölskylduskemmtun hjá Crossfit 550 að Borgarflöt 5. Þrautabraut sem allir geta spreytt sig á og pylsur í boði fyrir alla.
Kl. 13:00 Hafdís og Klemmi. Leikrit verður flutt í Sauðárkrókskirkju. Allir krakkar velkomnir
á þessa stórskemmtilegu sýningu.
Kl. 14:00 Götumarkaður í Aðalgötu. Frábær stemmning, lifandi tónlist og fjölbreytt markaðsborð.
(Þeir sem ætla að vera með borð á markaðinum mæti kl 13:00 til að velja sér stað og stilla upp)
Kl. 15:00 BMX Brós verða með sýningu og námskeið við Aðalgötu. Ekki missa af þessu!
Kl. 20:30 Drangey Music Festival!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.