Lummudagar hófust í gær - Myndir

Lummudagar í Skagafirði hófust með leikjum, útieldun, andlitsmálun, fiskisúpu og tónlistaratriðum í Litlaskógi í gær, fimmtudaginn 27. júní.

Í tilefni Lummudaga ætla nemendur leikskólans Ársala að bjóða foreldrum/forráðamönnum í lummukaffi í dag. Á yngra stigi verður lummukaffið á milli 10 og 11, á eldra stigi verður kaffið á milli 14 og 15.

Sápufótboltamótið í Ártúninu hefst svo kl. 15:00, allir hvattir til að koma og vera með.

Kl. 19 í kvöld er hið vinsæla götugrill á dagskrá hjá flestum íbúðarhverfum bæjarins. Eftir grillið er svo um að gera að skella sér á tónleika í Bifröst á tónleika með Villtum svönum og tófu. Fjöldi annarra hljómsveita munu einnig koma fram á tónleikunum. Húsið opnar kl. 20:00.

.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir