Lokaþáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla á morgun kl. 12:00

Lokaþáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla verður í beinni útsendingu á Feyki.is á morgun, laugardaginn 28. nóvember, og hefst útsendingin kl. 12:00. Sent verður út frá stúdíói SkottaFilm á Sauðárkróki og þangað mæta fulltrúar allra fyrirtækjanna sem fjallað hefur verið um í þessari þáttaröð.

Einnig koma fram í þættinum Laufey Kristín Skúladóttir verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu Skagafirði og Unnur Valborg Hilmarsdóttir stjórnendamarkþjálfi. Rætt verður um verkefni þátttakendanna og frumkvöðlastarf vítt og breitt.

Fyrirmyndarfrumkvöðlar er samstarfsverkefni Feykis og Skottu kvikmyndafjelags. Þáttagerðin er í höndum Árna Gunnarssonar kvikmyndagerðarmanns, Berglindar Þorsteinsdóttur, ritstjóra Feykis og Kristínar Einarsdóttur, blaðamanns hjá Feyki. Þáttarstjórnendur eru Berglind og Kristín en um upptökur og eftirvinnslu sér Árni Gunnarsson. 

Þættina sex má sjá hér á Feyki.is. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir