Lokapróf í skugga hestapestar

 

Blíðskaparveður var þegar lokapróf verðandi þjálfara og reiðkennara fór fram á Hólum 28.júní sl. en vegna hóstapestar sem á síðustu mánuðum hefur hrjáð íslenska hrossastofninn varð að fresta lokaprófinu sem fer venjulega fram í maí.

Tveir nemendur þau Sólon Morthens og Laura C. C. Benson mættu  með báða hesta sína í lokaprófið og eru þau nú orðin reiðkennarar og þjálfarar frá Háskólanum á Hólum.  Annað lokapróf verðandi þjálfara og reiðkennara verður haldið í ágúst.  Formleg brautskráning skólans verður að þessu sinni haldin 3. september 2010.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir