Lokahóf barna- og unglingastarfs Kormáks
feykir.is
Íþróttir, Ljósmyndavefur, Vestur-Húnavatnssýsla
27.05.2014
kl. 10.51
Fimmtudaginn 22. maí síðastliðinn fór fram lokahóf barna- og unglingastarfs Kormáks í Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra á Hvammstanga. Þar var góð stemning þar sem ungir sem aldnir höfðu gaman, segir á vef Norðanáttar.
Veittar voru viðurkenningar fyrir barna- og unglingastarf Kormáks. Að því loknu var farið í ýmsa leiki þar sem allir gátu tekið þátt. Þá voru seldir gamlir Kormáks-búningar til fjáröflunar fyrir barna- og unglingastarfið.
Síðan tóku ungir sem aldnir þátt í ýmsum leikjum, s.s. körfubolta, fótbolta, blaki, borðtennis og fleira. Þá voru seldir gamlir Kormáks-búningar til fjáröflunar fyrir barna- og unglingastarfið.
Ljósm./Guðrún Helga Marteinsdóttir
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.