Loka á pósthúsinu á Hvammstanga í byrjun sumars

Fyrir helgi tilkynnti Pósturinn að fyrirhugaðar væru breytingar á póstþjónustu á tíu stöðum á landinu. Til stendur að loka fimm samstarfspósthúsum og jafn mörgum pósthúsum í eigin rekstri. Hér á Norðurlandi vestra mun pósthúsinu á Hvammstanga verða lokað og á Tröllaskaganum verður pósthúsunum á Siglufirði og Dalvík lokað sem og samstarfspósthúsinu á Ólafsfirði.

Áætlað er að breytingarnar taki gildi í byrjun júní en þá verða sendingar afgreiddar af bílstjórum póstbíla og í póstboxum. Þegar eru komin póstbox á Hvammstanga og Dalvík en í næsta mánuði verða sett upp box í Ólafsfirði og á Siglufirði.

Kjartan Flosason, forstöðumaður pósthúsa, segir að lögð sé áhersla á að þróa þjónustu í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda. „Dregið hefur úr eftirspurn eftir afgreiðsluþjónustu pósthúsa. Þar af leiðandi er lagt upp úr að þróa annars konar lausnir. Okkar ánægðustu viðskiptavinir eru þeir sem nota póstbox. Nú er meira að segja líka hægt að póstleggja sendingar í póstbox. Eftir sem áður eru póstboxin opin árið um kring allan sólarhringinn,“ segir Kjartan.

Sjá nánar >

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir