Lögreglan með átak gegn hraðakstri
feykir.is
Skagafjörður
08.07.2010
kl. 08.05
Lögreglan á Sauðárkróki mun standa fyrir átaki gegn hraðaakstri nú í sumar. Átakið hófst nú um mánaðarmótin og höfðu á mánudag 16 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki og einn verið kærður fyrir ölvun við akstur.
Er verkefnið hluti af samstarfsverkefni ríkislögreglustjóra og Vegagerðarinnar, en slíkt samstarf hefur verið undanfarin ár á landsvísu og skilað góðum árangri.
Vill lögreglan beina þeim tilmælum til ökumanna að stilla hraða í hóf og sýna tillitsemi í umferðinni.
Jafnframt óskar lögreglan á Sauðárkróki ökumönnum góðs ferðasumars og velfarnaðar í umferðinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.