Ljúf jólalög á Jólatónleikum Lóuþræla

Frá tónleikum Lóuþræla á Hvammstanga. Ljósm./Norðanátt.is.
Frá tónleikum Lóuþræla á Hvammstanga. Ljósm./Norðanátt.is.

Karlakórinn Lóuþrælar hélt nýverið jólatónleika á Borðeyri og á Hvammstanga. Tónleikarnir voru þeir fyrstu undir stjórn nýs kórstjórnanda, Daníels Geirs Sigurðssonar, sem tók við að stýra kórnum nú í haust. Á tónleikunum flutti kórinn ýmis ljúf jólalög, íslensk og erlend.

Friðrik Már Sigurðsson og Guðmundur Þorbergsson sáu um einsöng í tveimur jólalaganna. Um undirleik sá Elinborg Sigurgeirsdóttir. Á tónleikunum á Hvammstanga sungu svo nemendur 3. og 4. bekkjar Grunnskóla Húnaþings vestra við undirleik Aðalsteins Grétars Guðmundssonar. 

Daníel Geir kórstjóri sá sjálfur um kynningar og Gurún Ósk Steinbjörnsdóttir flutti hugvekju. Að tónleikum loknum var boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur að hætti Lóuþræla.  

Myndir frá tónleikunum á Hvammstanga má skoða á Norðanátt.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir