Ljósin tendruð í blíðskaparveðri - Uppfært

Hann var fallegur dagurinn í dag þegar kveikt var á jólatrénu á Kirkjutorgi á Sauðárkróki. Aðventustemning var í Aðalgötunni og víðar á Króknum frá kl. 14 í dag og hvarvetna var hægt að nálgast heitt súkkulaði og annað meiriháttar fínerí. Maddömur buðu upp á forláta kjötsúpu, Contalgen Funeral spilaði í Móðins þar sem Búbbi seldi áður yfir borð, Kammerkór Skagafjarðar söng í Minjahúsinu og svo mætti lengi telja.

Um hálf fjögur hófst dagskrá á Kirkjutorginu þar sem Skólakór Árskóla söng og Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri flutti hátíðarræðu og sá svo til þess að kveikt væri á trénu sem er gjöf frá Kongsberg, vinabæ Skagafjarðar í Noregi. Þá dúkkuðu upp ansi lubbalegir jólasveinar sem drifu fjölmarga gesti í að ganga syngjandi í kringum jólatréð og að því loknu hófu sveinkarnir að lauma að yngstu gestunum mandarínum.

Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir