Ljóðmæli Jóns á Vatnsleysu gefin út
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
21.07.2016
kl. 14.46

Bókin Ég lít til baka hefur að geyma tækifærisvísur og ljóðmæli Jóns á Vatnsleysu, auk frásagna vina og vandamanna og fjölda mynda.
Nýlega kom út bókin Ég lít til baka sem hefur að geyma ljóðmæli Jóns K. Friðrikssonar, hestamanns og hrossaræktanda á Vatnsleysu í Skagafirði. Jón var fæddur árið 1941 en lést fyrir aldur fram árið 2004, aðeins 63 ára að aldri.
Bókin skiptist í ljóð, tækifærisvísur og skemmtilegar frásagnir vina Jóns af honum. Einnig prýða bókina myndverk eftir Eðvald Friðriksson, bróður Jóns, en Jón samdi ljóð við myndirnar. Nánar verður sagt frá útgáfu bókarinnar, í næsta tölublaði Feykis, sem kemur út 10. ágúst.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.