Litir ársins 2016

Já, þið sjáið rétt. Þetta eru litirnir sem litasérfræðingarnir hafa valið sem liti ársins 2016. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem valdnir eru tveir litir saman. En sérfræðingarnir  telja þessa tvo verða áberandi bæði í tískufatnaði og heimilisskreytingum þetta árið. Í fyrra völdu þeir vínrauðan en núna eru það Rose quarts og Serenety sem ég kalla með öðrum orðum barnableikt og barnablátt.

Þegar þessir tveir litir koma saman þá kemur fallegt jafnvægi milli hlýlega bleika og kuldalega bláa og útkoman dregur fram tilfinningar á borð við frið og ró. Á því er ég  ekki hissa því þetta eru litirnir sem við klæðum ungabörn í og þeim fylgir einstök fegurð.  

Þessa tvo litir er reyndar ekki auðvelt að nota saman og það getur líka verið erfitt að nota þá með öðrum litum. Pastel litir gætu sloppið með en svart, hvítt og beige er auðvitað lykillinn til að setja saman flott dress. Ég segi því, ekki vera að stressa ykkur á að nota þá saman, leikið ykkur frekar með að nota annan hvorn litinn og ef þið viljið ekki fara í það að kaupa ykkur bleika eða bláa flík þá er spurning um að kaupa sér fylgihluti eins og t.d hálsmen, klút eða tösku með þessum litum.

Ég fór aðeins inná helstu facebook síður hjá fatafyrirtækjum hér á landinu og sá að þessir litir eru aðeins byrjaðir að læðast inn með nýju vörunum.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir