Lítið sofið á Unglingalandsmótinu

Ómar Kjartansson á Sauðárkróki og Binní kona hans höfðu í nógu að snúast á Unglingalandsmótinu um síðustu helgi en þau sjá um að salernismálin séu í lagi á tjaldstæðunum.

Þetta er sjöunda skiptið sem ÓK gámaþjónusta sér um salernismálin hjá ULM en að sögn Ómars gekk allt mjög vel og er ástæðan hinir rómuðu vatnssalernisgámar fyrirtækisins sem hafa þótt einstaklega heppilegir og vinsælir. Mikil vinna er við að halda þeim snyrtilegum þegar slíkur fjöldi er á svæðinu en Ómar og Binní sjá um að allt sé í lagi og þrífa á tveggja tíma fresti frá sex á morgnana til tvö á nóttunni þannig að ekki er um mikinn svefn að ræða hjá þeim hjónum.

Fjórir gámar voru notaðir á tjaldsvæðinu á Unglingalandsmótinu að þessu sinni en Ómar segist þurfa að smíða einn salernisgám í viðbót ef mótið stækkar enn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir