Listi XS kynntur um næstu helgi
Samfylkingarfólk í Norðvestur kjördæmi mun hittast á kjördæmisþingi um næstu helgi. Á þinginu verður framboðslisti Samfylkingarinnar kynntur auk þess sem unnið verður í málefnahópum.
Þingið mun fara fram í Tónbergi á Akranesi á laugadag og hefst dagskrá klukkan 13:30.
DAGSKRÁ:
13:30 -13:45:
Setning og kosning starfsmanna þingsins.
13:45-14:15:
Tillaga stjórnar kjördæmisráðs um framboðslista í alþingiskosningum. Atkvæðisrétt hafa kjörnir fulltrúar aðildafélaga í kjördæminu.
14:15 – 14:30:
Málefnastaðan í byrjum baráttunnar.
14:30-17:00 Málefnavinna (með kaffihléi)
Gestir velja sér hóp til að vera með í. Hver hópur hefur umsjónarmann sem stýrir vinnunni og umræðum.
a. Landbúnaðarmál
b. Sjávarútvegsmál
c. Samgöngumál
d. Evrópusambandið og dreifðar byggðir - menntun, rannsóknir og þróun
e. Nýsköpun á landsbyggðinni, atvinnumál og efnhagsmál
17:00 – 17:30:
Niðurstöður kynntar úr málefnavinnu.
17:30 – 18:00
Kosningabaráttan framundan
18:00:
Þingslit
18:00
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.