Listaflóð á Vígaslóð

Það var kátt á hjalla á menningarhátíðinni í fyrra
Það var kátt á hjalla á menningarhátíðinni í fyrra

 Næstkomandi helgi, dagana 8. og 9. Júlí verður haldin menningarhátíð í Blönduhlíð sem nefnist Listaflóð á Vígaslóð.

Á föstudeginum mun harmonikkutríóið Ítríó leika lög með fjölbreytileikann í fyrirrúmi en verkin eru frá ólíkum tímabilum. Meðlimir tríósins eru þau Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir, Jón Þorsteinn Reynisson og Jónas Ásgeir Ásgeirsson. Tónleikarnir fara fram í Miklabæjarkirkju og hefjast þeir klukkan 20:30.
Þá mun myndlistarkonan Kristín Ragnars sýna olíumálverk sín.
Á laugardeginum verður Lillu-kaffi opið á Syðstu-Grund í Skagafirði en þar verður ýmislegt um að vera. Má þar nefna handverkasýningu, flóamarkað og fjölbreytta tónlistardagskrá. Viðburðurinn kallast „Sunnan við garðinn hennar mömmu“ og stendur frá kl. 14:00-17:00.

Aðgangseyrir á tónleikana í Miklabæjarkirkju er kr. 1500.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir