Linda Björk vann silfur

Linda Björk Valbjörnsdóttir er komin aftur á fulla ferð eftir erfið meiðsli sem hráðu hana meiri partinn af síðast ári. Gerði Linda Björk sér lítið fyrir og hafnaði í öðru sæti í 400 metra kvenna á Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, innanhúss sem fram fór  í Laugardalshöllinni í Reykjavík um helgina.
Linda hljóp 400 metrana á 59,64sek, sem er hennar besti tími í greininni innanhúss. Þá varð hún einnig í 4. sæti í 800m (2:25,60mín) og í 6. sæti í 200m hlaupi (26,89sek).

Vilborg Þórunn Jóhannsdóttir UMSS varð í 4. sæti í stangarstökki (2,80m).

Í samanlagðri stigakeppni félaga sigraði ÍR eftir harða keppni við FH.  ÍR sigraði einnig í stigakeppni kvenna, en FH í stigakeppni karla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir