Líflegt lestrarátak í Höfðaskóla

 Það er mikið um að vera í Höfðaskóla í tengslum við lestrarátak sem er í skólanum um þessar mundir. Í gær fengu nemendur  1. - 3. bekkja  góðan gest í heimsókn til þess að lesa fyrir sig. Hafþór Gylfason kom með bókina um Fúsa froskagleypi sem margir kannast við og er eftir Ole Lund Kirkegaard.

 

Þá voru nemendur 6. og 7. bekkja með upplestur en þeir höfðu boðið íbúum Skagastrandar 60 ára og eldri formlega í heimsókn til þess að hlýða á sig lesa. Er á heimasíðu skólans þeim sem sáu sér fært að koma þakkað sérstaklega fyrir að hafa mætt þrátt fyrir gríðarlega hálku á götum bæjarins.

Þá segir á heimasíðu skólans að enn sé tækifæri til þess að koma og í heimsókn og sjá hvað um er að vera eða til þess að lesa fyrir nemendur en  lestarátakinu lýkur á morgun föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir