Líflegir páskar framundan
Það verður að venju nóg um að vera í Skagafirði yfir páskahelgina, líf og fjör á skíðasvæðinu í Tindastólnum og rokk og ról á Mælifelli og örugglega víðar í firðinum fagra.
Komin eru þokkalegustu drög að dagskránni um páskana og geta forvitnir kíkt á hana og látið sig hlakka til sem aldrei fyrr.
Skírdagur 9. apríl
Kl. 10:00 -17:00 Skíðasvæðið opið
Kl. 13:00 Ferðalag í Lambárbotn
Kl. 12:00 - 18:30 Sundlaug Sauðárkróks opin
Föstudagurinn langi 10. apríl
Kl. 10:00 - 17:00 Skíðasvæðið opið.
Kl. 11:00 Fjallagrillmeistarinn, grillar gómsætar pilsur
Kl. 13:00 Lambárbotnaferð barnanna, farið með börni niður í Lambárbotn, Drangeyjarjarlinn segir börnunum ævintýri úr Tindastólnum.
Kl. 12:00 - 18:30 Sundlaug Sauðárkróks opin
Kl. 00:01 Mælifell Hljómsveitin Von og Sigga Beinteins.
Laugardagur 11. apríl
Kl. 10:00 - 17:00 Skíðasvæðið opið
Kl. 12:00 Kynning á útieldun - Jakob Frímann.
Kl. 13:00 Brettabrun með þraut.
Kl. 16:00 - 18:00 Matur og menning í Minjahúsinu á Sauðárkróki – aðgangur ókeypis
Komið og smakkið kræsingar úr skagfirsku matarkistunni og skoðið áhugaverðar sýningar um sögu Skagafjarðar
Kl. 10:00 - 18:30 Sundlaug Sauðárkróks opin
Páskadagur 12. apríl
Kl. 10:00 – 17:00 Skíðasvæðið opið
Kl. 14:00 Snjósleða og snjóþoturall allir fá páskaegg og egg fyrir
flottasta búninginn eða húfuna.
Kl. 14:30 Slöngurall.
Kl. 14:00 - 18:30 Sundlaug Sauðárkróks opin
Kl. 00:01 Mælifell Hljómsveitin Buff
Annar í páskum 13. apríl
Kl. 10:00 Skíðasvæðið opið.
Kl. 13:00 Gengið á Tindastól og brunað niður eftir sérstakri braut.
Kl. 14:00 - 17:00 Sundlaug Sauðárkróks opin
Rétt er að benda á að dagskráin gæti tekið einhverjum breytingum
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.