Lifandi frásögn - sagan hér og nú!
Menningarhringurinn sem er verkefni Selaseturs Íslands, Byggðasafnsins að Reykjum, Grettistaki og SSNV , býður upp á námskeið í munnlegri frásögn laugardaginn 18. apríl n.k. Námskeiðið höfðar sérstaklega til þeirra sem taka á móti gestum og er öllum áhugasömum opið.
Í tilkinningu frá Menningarhringnum segir:
Menningararfurinn er allt í kringum okkur. Hann er í Íslendingasögunum og öðrum skráðum sögum, hann er í munum og minjum, hann er í minningum og upplifun okkar á atburðum. Við erum arfberar. Við berum ábyrgð á því hvernig þessi arfur er fluttur áfram og hvernig hann tengir mann við mann, hóp við safn, mun við minningu, þjóð við þjóð, útlendinga við sjálfsmynd okkar, Íslendinga við rætur sínar.
Í stuttri móttöku er ekki hægt að miðla öllu. Við reynum að miðla sem mestu. Miklu máli skiptir að heimsóknin verði minnisstæð. Ein frásögn getur greipst inn í huga viðkomandi og gert heimsóknina minnisstæða alla tíð. Lifandi og persónuleg frásögn.
Á námskeiðinu – Lifandi frásögn – sagan hér og nú! - verður unnið með aðferð við að segja sögur þar sem áheyrendur upplifa sig mitt í stað og tíma frásagnarinnar. Byggt er á Grettis sögu sterka, en kennt verða aðferðir til að yfirfæra námsefnið á aðrar sögur eða annað efni.
Leiðbeinandi er Sigrún Valbergsdóttir, leiðsögumaður og leikstjóri.
Staður: Félagsheimilið Ásbyrgi, Laugarbakka.
Tími: 10-18
Kostnaður: kr. 3000 á þátttakenda, en kr. 1500 fyrir þá sem eru á atvinnuleysiskrá.
Léttur hádegisverður og síðdegiskaffi (á vegum Kvenfélagsins Iðju) er innifalið.
Skráning til föstudags 17. apríl í síma 455-2515, Gudrun Kloes, gudrun@ssnv.is
Markhópur: starfsmenn safna og setra, ferðaþjónustuaðilar, skemmtikraftar, allir aðrir sem taka á móti ferðamönnum og gestum.
Menningarhringurinn – Selasetur Íslands, Byggðasafnið að Reykjum, Grettistak, SSNV atvinnuþróun
Menningarhringurinn er styrktur af Menningarráði Norðurlands vestra og Sparisjóði Húnaþings og Stranda
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.