Lifa, leika, læra

Á heimasíðu Árskóla er sagt frá því að unnið hefur verið samkvæmt áætlun Olweusar í eineltismálum við skólann síðustu sjö ár. Haldnir eru bekkjarfundir reglulega og auk þess fundar starfsfólk reglulega og ræðir eineltismál. Ef eineltismál koma upp í skólanum er unnið með þau samkvæmt eineltisáætlun skólans.

Síðasta skólaár var ákveðið að hafa sérstakan Olweusardag og kom margt skemmtilegt út úr þeirri vinnu. Sumt af því er enn sýnilegt á göngum skólans. Í ár var ákveðið að endurtaka leikinn og leggja áherslu á vinnu með skólareglurnar og einkunnarorð skólans en þau eru: lifa, leika, læra.

Vinnan fór fram í fyrstu 3 kennslustundunum 28. janúar og unnu nemendur á öllum stigum ýmis verkefni tengd einelti. Margir hópar unnu með skólareglurnar og leikræn tjáning, skriflegar frásagnir, klípusögur og annað slíkt var mjög vinsælt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir