Léttir réttir fyrir helgina

Feykir safnaði saman nokkrum laufléttum uppskriftum í hollari kantinum sem er tilvalið að prófa núna um helgina

Couscous salat

  • 250 g couscous
  • 1 dós niðursoðnar vatnsheslihnetur
  • 1/2 krukka niðursoðnar kjúklingabaunir
  • 1/2 rauðlaukur
  • 1 appelsína, flysjuð og skorin í bita
  • væn lúka af ferskri sítrónubasilíku

Sjóðið couscous eftir leiðbeiningum á pakka, látið kólna.

Blandið restinni af hráefnum saman við.

Uppáhald Jóns frænda

(fyrir 4)

  • 1 pakki couscous með sólþurrkuðum tómötum
  • 1 paprika
  • 5 vænir sveppir
  • 1 rauðlaukur
  • 4 kjúklingabringur (eða annar kjúklingur)

Sjóðið couscous eftir leiðbeiningum á pakka.

Steikið kjúkling á pönnu og kryddið með maldonsalti og góðri ítalskri kryddblöndu.

Þegar kjúklingurinn er steiktur bætið þið grænmetinu við og að lokum er soðnu couscous bætt á pönnuna.

Berið fram með góðu brauði.

Lax með appelsínu couscous-hjúp

(fyrir 4)

  • 4 laxasteikur, ca. 180 g hver
  • 50 g couscous
  • 6 msk sjóðandi vatn
  • fínrifinn börkur og safi úr einni appelsínu
  • 1 msk dijon sinnep
  • eitthvað gott kryddjurtakrydd frá Pottagöldrum.

Hellið sjóðandi vatninu yfir couscousið og látið standa í nokkrar mónútur.

Blandið appelsínuberkinum, sinnepinu og kryddinu saman við couscousið.

Setjið laxinn í eldfast mót og couscousið yfir.

Hellið appelsínusafanum í kring og steikið við 200 gráðum í ca. 20 mínútur.

Berið fram með góðus salati og ef til vill appelsínusósu.

Salat með avókadó og steinselju

  • Lambhagasalat
  • 1 avókadó
  • appelsínusafi
  • smátt saxaður rauðlaukur
  • balsamik edik
  • söxuð steinselja

Setjið saman að vild og berið fram með laxinum.

Ef vilji er til þess að bera fram sísu með laxinum ætti hún að vera akkúrat svona:

Appelsínusósa

  • safi úr tveimur appelsínum
  • 1 msk vatn
  • 50 g smjör

Setjið appelsínusafann í pott og látið sjóða þangað til hann hefur gufað upp um 1/3.

Setjið þá vatnið út ú ásamt smjörinu og hrærið vel.

Kryddið með salti og pipar.

Ferskur drykkur í stað gosdrykkja

  • 1 flaska eplacider
  • 2 ferskjur
  • 1/2 mangó
  • nokkur jarðaber

Skerið ávextina í bita og setjið út í ciderinn.

Gott er að gera þetta í tíma og geyma í ískáp.

Berið fram ískalt og gjarnan með klökum.

Hindberja skyrdrykkur

  • 200 g vanilluskyr
  • 1/2 banani
  • 1 dl frosin hindber
  • 100 ml undanrenna
  • ísmolar

Setja allt í blandara og þeyta í 30 sek.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir