Léttir réttir

Þau Kristín Lárusdóttir og Gunnar Ólafsson á Blönduósi voru með uppskriftir vikunnar í Feyki í febrúar 2008 og buðu upp á létta rétti sem efalaust kæta bragðlaukana.

Gott salat í afmæli eða saumaklúbbinn 

  • 1 bréf spægipylsa
  • 1 stór rauðlaukur
  • 1 blaðlaukur
  • 4 tómatar
  • 1 gúrka
  • 1 græn paprika
  • 1 rauð paprika
  • 1 piparostur
  • 1 paprikuostur

Skreyta með kínakáli, harðsoðnum eggjum og graslauk. Allt skorið smátt saman. Gott að bera fram með ristuðu brauði og kaldri sinnepssósu

Létt Sinnepssósa

  • 2 dl. súrmjólk
  • 1 tsk. sinnep
  • 1 msk. graslaukur
  • 1/4 tsk. salt
  • pipar

Hrærið saman súrmjólk og sinnepi og kryddið með graslauk, salti og pipar. Látið standa í dálítinn tími í kæli áður en það er borið fram.

Rosagott kjúklingapasta

  • 5 dl. soðnar pastaskrúfur
  • 2 dl. maís úr dós
  • 1 grillaður kjúklingur (eða 4-6 eldaðar kjúklingabringur)
  • 200 gr. léttsoðið spergilkál
  • ½ saxaður blaðlaukur
  • 1 dós Campbells kjúklingasúpa
  • 1 msk. tómatkraftur
  • 1 pressaður hvítlauksgeiri
  • 1 dl. rjómi (má vera matreiðslurjómi)
  • 150 gr. rifinn óðalostur
  • 4 msk. parmesanostur

Aðferð:

Smyrjið eldfast mót og setjið pastaskrúfurnar í mótið. Dreifið maísnum, skerið kjötið smátt og dreifið yfir. Setjið spergilkálið ofan á og dreifið blaðlauknum. Blandið saman súpu, tómatkraft hvítlauk og rjóma. Hellið því síðan yfir. Rífið ostinn og blandið parmesan saman við og stráið yfir. Bakið í 15-20 mínútur við 200 gráður.

Geggjuð ostakaka

Botn:

  • 300 gr. makkarónukökur
  • 150 gr. smjör

Makkarónukökurnar eru muldar niður og smjörið brætt. Þessu er blandað saman og sett í botninn á kökumóti eða eldföstu móti. Kælt aðeins.

Fylling:

  • 300 gr. rjómaostur
  • 150 gr. flórsykur
  • ½ l rjómi

 

Rjóminn er þeyttur. Rjómaosturinn og flórsykurinn þeytt saman og blandað varlega saman við þeytta rjómann. Þetta sett ofan á botninn. Kælt eða fryst.

 

Ofan á:

  • 200 gr. suðusúkkulaði
  • 1 dós sýrður rjómi

Brætt saman og sett yfir kalda eða frosna kökuna. Gott að setja fersk jarðaber eða bláber ofan á.

Verði ykkur að góðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir