Létt verk hjá Tindastólsmönnum að hoppa yfir Hamrana
Þá er apríl genginn í garð og alvaran tekin við í fótboltaheimum. Í gær gerðu Tindastólspiltar góða ferð norður á Greifavöllinn á Akureyri þar sem þær mættu heimamönnum í Hömrunum. Um var að ræða leik í fyrstu umferð Mjólkurbikars KSÍ og eftir öfluga byrjun Stólanna þá reyndist litlum vandkvæðum bundið að landa sigri. Lokatölur 2-7 fyrir Tindastól og eru okkar menn því komnir í aðra umferð.
Það var nýi framherjinni, Max Karl Linus Selden frá Sweden, sem kom Stólunum á bragðið á fimmtu mínútu leiksins og hann bætti við örðu marki á 14. mínútu. Eysteinn Bessi kom Stólunum í 0-3 eftir hálftímaleik en Gunnar Þórir Björnsson minnkaði muninn fyrir Hamrana á markamínútunni alræmdu. Staðan 1-3 í hálfleik.
Jónas Aron kom Stólunum aftur á bragðið á 58. mínútu og Eysteinn Bessi bætti við fimmta marki Stólanna fimm mínútum síðar. Fannar Hafsteinsson klóraði í bakkann þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka en Stólarnir innsigluðu sigurinn með mörkum frá Adda Ólafs á 87. mínútu og Sverri Hrafni á þeirri 90.
Verkefni Tindastóls verður erfiðara í annari umferð Mjólkurbikarsins því þá liggur leiðin norður að nýju en nú til Dalvíkur. Þar bíður lið Dalvíkur/Reynis sem leikur nú í 2. deild eftir að hafa lyft sér upp úr 3. deildinni sl. sumar. Lið Tindastóls spilar aftur á móti í nýlagaðri 4. deild sem í sumar spilast í einum riðli, Slökustu liðin spila nú í þremur riðlum í nýstofnaðri 5. deild.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.