Lesendur Húnahornsins völdu Karólínu
Lesendur Húnahornsins hafa valið Karólínu Elísabetardóttur sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2023. Þetta er í annað sinn sem Karólína hlýtur þessa nafnbót því lesendur Húnahornsins völdu hana einnig mann ársins 2021.
Á vef Húnahornsins segir að lesendur hafi greinilega fylgst vel með Karólínu og hennar frumkvöðlastarfi síðustu ár. Hún hefur einnig gefið út dagatöl sem vakið hafa mikla athygli og þá er hún að framleiða osta sem heita Hvammshlíðarostar. Karólína í Hvammshlíð býr á mörkum tveggja sýslna, Austur-Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu, á þeim slóðum sem vegurinn yfir Þverárfjall liggur hæst. Hún er þýsk að uppruna en settist að á Íslandi fyrir margt löngu.
Feykir stóð einnig fyrir vali á Manni ársins á Norðurlandi vestra nú yfir jólin og lauk kosningu á hádegi á nýársdag. Valið stóð á milli átta aðila og var hægt að kjósa á Feykir.is eða senda inn atkvæði á skrifstofu Feykis. Alls voru það 1640 sem kusu og varð niðurstaðan sú að Karólína í Hvammshlíð, hvunndagshetja og baráttukona, reyndist öruggur sigurvegari, fékk 47% atkvæða og telst því vera Maður ársins 2023 á Norðurlandi vestra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.