Lengjubikarinn alvaran að hefjast
Þá er komið að Lengjubikarnum í knattspyrnu en þar tekur Tindastóll þátt og er í riðli með Dalvík/Reyni, Hömrunum/Vinum, Víði,Gróttu og KS/Leiftri.
Leikið verður bæði í Boganum á Akureyri og í Akraneshöllinni.
Fyrsti leikur Tindatóls er nk. sunnudag og þá mæta þeir liði Dalvíkur/Reynis sem hefur náð fínum úrslitum undanfarið og hafnaði ma. í 2 sætil síns riðils í Soccerademótinu. Vann Þór2, Völsung og Draupnir en tapaði aðeins einum leik á móti KA.
Leikurinn hefst kl. 17:15 í Boganum og verður gaman að fylgjast með liðunum eins og alltaf þegar þau mætast. Lengjubikarinn er vissulega alvöru mót en fyrst of síðast veða menn að horfa á hann sem æfingamót fyrir Íslandsmótið sem hefst í maí. Nú hafa liðin tækifæri að prófa sig áfram og komast í rétta gírinn fyrir sumarið.
Við óskum öllum góðs gengis en þó fyrst og fremst okkar mönnum. Áfram Tindastóll.
Dómari leiksins verður Jóhannes Valgeirsson og honum til aðstoðar Eðvarð Eðvarðsson og Bjarni Hrannar Héðinsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.