Leikvellir í neðri bænum að komast á dagskrá?

Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjórni tekur við undirskriftum úr hendi Aðalheiðar Sigfúsdóttur dagmóður.

Feykir greindi frá því síðastliðið sumar að mikil óánægja hefur ríkt meðal dagmæðra sökum aðstöðuleysis þeirra sem starfa í neðri bænum á Sauðárkróki. Leikvellir í neðri bænum eru margir hverjir úreldir og beinlínis hættulegir.

 

 

Dagmæður á Sauðárkróki söfnuðu í júní sl. undirskriftum þar sem skorað var á sveitarstjórna að gera útbætur á leiksvæði barna hjá dagmæðrum hið fyrsta.

Formaður félagsmálanefndar átti á dögunum fund með tveimur fulltrúum dagmæðra með sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og garðyrkjustjóra um leikvallamál. Var tilgangur þess fundar að skoða möguleika á lausn til skamms tíma jafnframt því sem unnið væri að áætlun um leikvelli í neðri bænum til langframa. Félagsmálanefnd hefur falið Félagsmálastjóra og formanni nefndarinnar að leggja fram tillögur um aðgerðir á næsta fundi en mál þetta hefur verið að velkjast í kerfinu í bráðum ár en í millitíðinni hefur hluti leiktækja í neðri bæ verið fjarlægur en ekkert sett upp í staðinn..

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir