Leikir helgarinnar

Í kvöld tekur Hvöt á móti ÍH á Blönduósvelli í annarri deild Íslandsmótsins í knattspyrnu og hefst leikurinn klukkan kl. 20:00. Tindastóll sækir Ými heim.

Hvöt situr nú í 3. sæti með 21 stig, 5 stigum á eftir BÍ/Bolungarvík en Víkingur Ólafsfirði trónir á toppnum með 30 stig. ÍH vermir hins vegar 11. sætið með 9 stig.

Í þriðjudeildinni sækir Tindastóll Ými heim á morgun í Kópavoginn og fer leikurinn fram í Fagralundi og hefst klukkan 14:00. Tindastóll situr í efsta sæti í riðlinum með 18 stig, jafnmörg og KB en með betra markahlutfall. Tindastóll með markahlutfallið 27-6 en KB 23-5. Næst koma Skallagrímur með 14 stig og Ýmir í 4. sæti með 12 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir