Leikfélagið fer af stað
Leikfélag Sauðárkróks er um þessar mundir að hefja æfingar á Sæluvikuverkefninu þetta árið. Mikið er í lagt þetta árið og fékk Leikfélagið tvo heimamenn þá Guðbrand Ægi og Jón Ormar til að setja saman sýningu sem heitir Frá okkar fyrstu kynnum.
Til þess að allt geti gengið upp í leikhúsinu þarf fólk í allskyns störf s.s. að smíða, keyra ljósabúnað, hvísla á æfingum, farða, leika, sauma búninga, greiða, finna leikmuni, syngja og redda ýmsum málum.
Leikfélagið leitar að fólki sem hefur áhuga á að koma og leggja því lið og boðar til fundar í Húsi frítímans mánudagskvöldið 23. febrúar kl. 20.00. þeir sem áhuga hafa að starfa með en komast ekki á fundinn geta haft samband við Sivu formann í síma 893-6358.
Ath. í Sjónhorninu stendur að fundurinn yrði 24.feb. en það er rangt hann verður haldinn 23.feb.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.