Leikfélag Sauðárkróks leggur Roklandi lið - Ný bíómynd í undirbúningi á Króknum
Kvikmyndafélagið Pegasus hefur verið á Sauðárkróki síðustu daga við æfingar og undirbúning vegna kvikmyndarinnar Roklands, sem byggir á samnefndri skáldsögu Hallgríms Helgasonar. Leikfélag Sauðárkróks hefur verið framleiðendum myndarinnar innanhandar og lagt til leikara í ýmis aukahlutverk.
Það var éljagangur og norðangarri sem mætti leikurum og kvikmyndafólki á Nöfum ofan við Krókinn um hádegisbil á mánudag þegar fram fóru æfingar vegna jarðarfarar móður aðalsögupersónunnar Bödda, sem Ólafur Darri leikur. Leikfélag Sauðárkróks, sem heldur uppá 120 ára afmæli sitt í ár, útvegaði til jarðarfararinnar allnokkurn fjölda eldri leikara. Nokkrir þeirra leikara sem þar voru eiga að baki áratuga leikferil með LS, en hafa lítið leikið síðustu misserin. Þeir stíga nú aftur á svið eftir alllangt hlé, en auk þess að leika í Roklandi munu nokkur þeirra leika í afmælisleikriti LS frá okkar fyrstu kynnum - 120 ár í sögu leikfélags. Það er Jón Ormar Ormsson sem leikstýrir leikritinu, sem verður frumýnt á Sæluviku 26. apríl nk.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.